­

Páskafríið er byrjað

Því miður þurfum við að taka smá pásu frá almennu skátastarfi  Við fylgjumst vel með stöðu málanna og látum ykkur vita um leið og nýjar upplýsingar koma fram!  Þótt allt sé lokað þá er enþá hægt að gera ýmiskonar skáta verkefni saman sem fjölskylda http://www.skatarnir.is/studkvi Svo er um að gera að taka gott páskafrí, slaka á og koma tvíefld til baka!  Rafrænt knús til ykkar allra

Skátasumarið 2021

Það verður skátamót í sumar !  Í sumar verða haldin þrjú minni skátamót fyrir skátafélög landsins á Úlfljótsvatni.  Skjöldungar munu fjölmenna á Úlfljótsvatn 7.-11. júlí 2021 á Skátasumarið!  Önnur félög sem verða á svæðinu með okkur eru Landnemar, Klakkur, Eilífsbúar, Vífill, Heiðabúar, Mosverjar og Faxi.  Ef einhverjir voru skráðir og búnir að greiða fyrir Landsmót skáta 2020, þá mun það gjald ganga upp í mótsgjaldið á þessu móti.  Mótið er opið öllum aldursbilum, fjölskylduskátum, drekaskátum og eldri.  Frekari upplýsingar um mótið munu koma á næstunni en nú fara foringjar og fararstjórn á fullt að undirbúa. Einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins  https://skatamot.is/

Skráning í Skjöldunga

Skráning í skátana fer fram í gegnum skatar.felog.isEf þú lendir í vandræðum með skráningu þá má hafa samband í gegnum skjoldungar@skatar.is Smelltu hér fyrir skráningu í Skjöldunga

Aðalfundur 2021

FundarboðAðalfundur skátafélagsins Skjöldunga verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl 20:00 í gegnum fjarfundarbúnað.Vefslóði á Facebook viðburðinn: https://www.facebook.com/events/456236832064577  Vefslóði á Aðalfund í gegnum Zoom:Hér er vefslóði á fundinn:https://us02web.zoom.us/j/84493858394?pwd=K2M5UnFrc0RJRTMxWDdJZ3pvMUx0UT09Meeting ID: 844 9385 8394Passcode: 21 Dagskrá aðalfundar:1. Skýrsla stjórnar2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar3. Lagabreytingar4. Kosningar5. Önnur mál Framboð og lagabreytingartillögur verða kynnt hér á síðunni um leið og þau berast. Framboð og lagabreytingartillögur berist á skjoldungar@skatar.is. Úrdráttur úr lögum sem má finna á vefsíðu skjöldunga:1. gr. Fullgildir félagar teljast drekaskátar, fálkaskátar, dróttskátar, rekkaskátar og róverskátar sem sækja reglulega æfingar og fundi og hafa greitt ársgjald. Fullgildir félagar teljast einnig eldri skátar, sem greitt hafa ársgjald.2. gr. Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda í febrúar eða mars ár hvert og boða bréflega með minnst hálfs mánaðar fyrirvara.3. gr. Rétt til setu á aðalfundi hafa allir félagar sem náð hafa 15 ára aldri. Atkvæðisrétt hefur félagsstjórn, allir sveitarforingjar og æðri foringjar sem greitt hafa ársgjald. Fyrir sveit er telur fleiri félaga en 30 má senda 1 atkvæðisbæran fulltrúa fyrir hverja 4 umfram 30.4. gr. Stjórn er kosin á aðalfundi. Hana skipa félagsforingi og 4 eða fleiri aðstoðarfélagsforingjar sem skipta með sér verkum. Stjórn fundar reglulega með foringjum. Stjórn er heimilt að skipa nefndir til að fara með einstök mál eða málaflokka í nafni hennar. Stjórn ákveður setu foringja og starfsmanns félagsins á fundum sínum.5. gr. Í stjórn félagsins hafa kjörgengi félagar í Skjöldungum sem náð hafa 18 ára aldri. PS. Foreldrar skáta í félaginu og aðrir velunnarar sérstaklega velkomnir.

Vetrarstarf hefst 7.september 2018- skráning er hafin

Vetrarstarf Skjöldunga hefst frá og með 7.september næstkomandi.  Við hlökkum til þess að hefja frábæran vetur. Drekaskátar (7-9 ára): mánudagar kl. 17-18 Fákaskátar (10-12 ára): mánudagar kl.19-20 Dróttskátar (13-15 ára): fimmtudagar kl.20-22 Nú stendur yfir skráning í skátana og viljum við hvetja foreldra og forráðamenn til að skrá börn sín sem fyrst. Ef eitthvað er óljóst eða óskað er eftir aðstoð, er auðvitað hægt að hafa samband við gegnum skjoldungar(hjá)skjoldungar.is eða á Facebook. Helstu dagsetningar og viðburði vetrarins má sjá hér: http://skjoldungar.is/starfsaaetlun/ Hérna er hlekkur inná skráningarformið: https://skatar.felog.is Skátakveðja Skjöldungar

Útilífsskóli Skjöldunga er byrjaður

Útilífsskóli Skjöldunga er hafinn þetta árið og eru enn laus pláss á námskeið 2-4.  Hérna má nálgast skráningarhlekkinn... Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og þurfti t.a.m. að loka fyrir skráningu á fyrsta námskeiðið og er námskeið 2 óðum að fyllast. Sjáumst hress í Útilífsskólanum í sumar. Skjöldungar

Páskaútilegu frestað – Hristingur þess í stað

Páskaútilegunni hefur verið frestað, sem átti að vera um helgina þar sem veðurspá er afar slæm fyrir laugardag og sunnudag. Þess í stað ætlum við að hittast í skátaheimilinu á laugardaginn kl 17:00 (12.mars) og verður dagskrá langt fram á kvöld og er kvöldmatur innifalinn. Við ætlum svo að sofa í skátaheimilinu og á sunnudaginn verður morgunmatur og meiri dagskrá og svo endum við á hádegismat, þannig að þessu lýkur um kl 13:00. Það sem þarf að hafa með er svefnpoki, náttföt og tannbursti. Kveðja Foringjar.

Heimkoma úr afmælisútilegu

Áætluð heimkoma úr afmælisútilegunni verður á morgun sunnudag milli 14:30 og 15:00. Verði einhver breyting á ferðaáætluninni, þá má fylgjast með því hér.   Kveðja Skjöldungar