­

Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2016 – SKRÁNING HAFIN!

Búið er að opna fyrir skráningu á Vetrarmót Reykjavíkurskáta sem haldið verður að Úlfljótsvatni 29.-31.janúar. Vetrarmótið var fyrst haldið í fyrra og tókst afar vel til, tryggðu þér koju tímanlega og skráðu þig. Vetrarmótið er fyrir fálkaskáta og eldri. Kostnaður við Vetrarmótið (4000,-) er innifalið í  árgjaldinu þannig að þessu tækifæri má engin sleppa. Skráning fer fram hér! Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skátasambands Reykjavíkur og á facebook-síðu Vetrarmótsins.

Kynningardagur Skjöldunga

Skátafélagið Skjöldungar halda kynningardag á skátastarfinu miðvikudaginn 9.september kl 17:00-18:30 Kynningin verður í skátaheimilinu Sólheimum 21a og er hún fyrir börn fædd 2007-2000 Sjáumst hress á miðvikudaginn :) Skjöldungar