Það verður skátamót í sumar ! 


Í sumar verða haldin þrjú minni skátamót fyrir skátafélög landsins á Úlfljótsvatni. 

Skjöldungar munu fjölmenna á Úlfljótsvatn 7.-11. júlí 2021 á Skátasumarið! 


Önnur félög sem verða á svæðinu með okkur eru Landnemar, Klakkur, Eilífsbúar, Vífill, Heiðabúar, Mosverjar og Faxi. 

Ef einhverjir voru skráðir og búnir að greiða fyrir Landsmót skáta 2020, þá mun það gjald ganga upp í mótsgjaldið á þessu móti. 


Mótið er opið öllum aldursbilum, fjölskylduskátum, drekaskátum og eldri. 


Frekari upplýsingar um mótið munu koma á næstunni en nú fara foringjar og fararstjórn á fullt að undirbúa.


Einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins  https://skatamot.is/