­

Innritun haust 2014

Skráning er þegar hafin fyrir starfsárið 2014-2015 og er árgjaldið 32.000.- eða 16.000.- fyrir hvora önn. Foreldrar eða forráðamenn eru eindregið hvattir til að nýta skráningarformið sem má nálgast hérna... Annars hefst starfið af fullum krafti mánudaginn 1. september. Skjöldungar

Félagsútilega í október

Hér er dæmi um frétt um félagsútilegu. Þessi frétt er látin birtast á forsíðunni ásamt tveimur öðrum fréttum til að draga fram það sem er helst á döfinni hjá skátafélaginu. Einfalt er að stilla hvernig þetta birtist og getum við valið um að hafa eina stóra frétt fyrst og svo smærri í dálkum fyrir neðan, láta fréttirnar birtast í tveimur eða fleiri dálkum eða í rauninni nánast eins og hentar hverjum og einum, hverju sinni. Ekki þarf að hafa neina forritunarþekkingu - þetta er afar aðgengilegt fyrir alla að nota.

Innritun í skátastarfið er á næsta leiti og nú verður þú með

Á næstunni munu skátafélögin innrita nýja félaga og nú er lag fyrir þig að drífa þig af stað og vera með. Skátar fara í útilegur og ferðalög, þeir syngja og sprella, spila tónlist og klífa fjöll, leika leikrit og sigla á kajökum, smíða, mála, klippa, tálga, dansa og byggja snjóhús - viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og hugurinn girnist. :: Veldu þér skátafélag

Taktu þátt í landsmótsævintýrinu að Hömrum næsta sumar

Landsmót skáta 2014 Næsta landsmót skáta verður haldið að Hömrum við Akureyri dagana 20.-27. júlí 2014. Landsmót skáta eru stórkostleg upplifun fyrir alla þá sem taka þátt og nú hefur þú tækifæri til þess að koma og vera með! Skátahreyfingin er alþjóðleg hreyfing barna og unglinga. Alþjóðastarf er því eðlilega mjög mikilvægt í allri okkar starfssemi. Eitt af meginmarkmiðum BÍS er að gefa skátum kost á þátttöku í alþjóðlegu skátastarfi. Landfræðilegar aðstæður hefta augljóslega möguleika allt of margra íslenskra skáta til heimsókna og persónulegra kynna skátasystkina sinna erlendis og því er alþjóðlegt landsmót kærkomið tækifæri fyrir okkur. Tækifæri til að bjóða til okkar skátum hvaðanæva að úr heiminum, skapa aðstæður fyrir gagnvirk kynni af menningu og viðhorfum hvors annars, læra hvert af öðru, efla bræðralag og skilning okkar á milli, án þess að þurfa að yfirgefa heimalandið. Það er alla vega staðreynd að eitt það eftirminnilegasta sem íslenskir skátar hafa frá landsmótum okkar eru kynni við erlend skátasystkini á mótinu að þeirra eigin sögn.​ Skráning á mótið hefst 1. október 2013. Landsmót skáta 2014 í hnotskurn Þema Í takt við tímann ​Dagsetning 20. júlí til 27. júlí 2014 ​ ​Staður Hamrar, útilífsmiðstöð skáta rétt innan við Akureyri, um það bil 5 km. frá miðbæ Akureyrar. ​ ​Mótsgjald Kr. 54.000.- Staðfestingargjald 10.000.- óafturkræft við þetta gjald bætist sameiginlegur kostnaður skátafélaga, rútur, fararstjórn ofl. ​Netfang landsmot@skatar.is​ ​Aldur þátttakenda Almenn dagskrá er fyrir skáta á aldrinum 10 til 22 ára. ​Mótsstjórn Stjórn BÍS hefur skipað mótsstjórn Landsmót skáta 2014. Þessi hópur býr yfir mikilli reynslu innan skátahreyfingarinnar og af mótshaldi og hefur komið að undirbúningi fjölmargra verkefna á vegum Bandalags íslenskra skáta á undanförnum árum. Það er mikill fengur fyrir BÍS þegar hópur reyndra skáta eins [...]

Fyrsti íslendingurinn í Evrópustjórn WOSM

Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og formaður alþjóðaráðs Bandalags íslenskra skáta, var kosin í sex manna Evrópustjórn alþjóðahreyfingar skáta (World Organisation of the Scout Movement) þann 18. ágúst síðastliðinn. Um 1,6 milljón skáta eru starfandi í 41 Evrópulandi og hefur þeim fjölgað mikið á undanförnum árum. Hulda hefur setið í stjórn BÍS frá árinu 2006 og verið formaður eins af kjarna vinnuhópum Evrópustjórnar WOSM síðast liðin 3 ár. Hulda er fyrsti íslendingurinn til þess að setjast í Evrópustjórn WOSM, en áður hafa þrír íslendingar setið í Evrópustjórn alþjóðasamtaka kvenskáta.

Engar áhyggjur – gamli góði skátavefurinn er hér

Þessi nýja vefsíða hefur það hlutverk að kynna skátastarfið fyrir almenningi. Skátavefurinn, vefur fyrir starfandi skáta er auðvitað enn í fullu fjöri og þú getur nálgast hann hér. :: Skoða gamla góða skátavefinn

Markmið skátastarfsins

Meginmarkmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að uppeldi og þroska barna, unglinga og ungs fólks af báðum kynjum á þann veg að þeir einstaklingar sem „skátauppeldis” njóta verði sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, en jafnframt virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. Samfélagsþegnar sem taka þátt í að betrumbæta þann heim sem við búum í, náttúrulegt og menningarlegt umhverfi og samfélag manna, bæði það sem næst okkur er og á alþjóðavísu. Þannig hefur skátahreyfingin skapað sér uppeldishlutverk sem hún hefur eftir mætti reynt að rækja í yfir hundrað ár um allan heim. Skátahreyfingin starfar eftir sömu gildum í nánast öllum löndum jarðarkringlunnar og er fjölmennasta æskulýðshreyfing í heiminum. Þessu uppeldishlutverki sinnir skátahreyfingin með því að beita skátaaðferðinni, en hún gerir skátann sjálfan að lykilpersónu á vegferð sinni til að verða sú sjálfstæða og sjálfbjarga manneskja sem er fær um að veita öðrum stuðning en jafnframt að vera hluti af heild. Mikilvægur hluti skátaaðferðarinnar er tilboð til hvers skáta fyrir sig um tiltekin persónuleg og félagsleg gildi skátalaganna sem verða nánast að lífsreglum sem skátar um allan heim aðhyllast.

Hvað gera skátarnir?

Skátastarfið byggir á þeim gildum sem felast í skátalögum og skátaheiti. Skátar fara í útilegur og ferðalög, þeir syngja og sprella, spila tónlist og klífa fjöll, leika leikrit og sigla á kajökum, smíða, mála, klippa, tálga, dansa og byggja snjóhús - viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og hugurinn girnist. Það eru nefnilega þátttakendurnir sjálfir, í sínum litlu hópum, sem ákveða hvað þeir vilja fást við. Viðfangsefnin geta auðvitað ráðist af tíðaranda, aðstæðum og umhverfi, en fyrst og fremst ráðast þau af því sem vinahópurinn hefur áhuga á að gera þegar hann velur sér verkefni að kljást við. Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Með skátastarfinu viljum við stuðla að því að skátar: Sýni sjálfum sér, öðrum og umhverfinu virðingu. Taki tillit til skoðana og tilfinninga annarra. Séu skapandi og sjálfstæðir í hugsun, orði og verki. Geri ávallt sitt besta og hræðist ekki að gera mistök. Lifi heilbrigðu lífi og séu traustir félagar og vinir. Einnig viljum við að skátastarfið stuðli að því að skátar fylgi alltaf trú sinni og sannfæringu, en geti einnig tekið gagnrýni. Berjist gegn ranglæti og órétti, rétti öðrum hjálparhönd og leggi sitt af mörkum til betra samfélags. Þeir séu viljugir til að axla ábyrgð og ljúki þeim verkefnum sem þeir taka að sér, lifi lífinu af gleði og ánægju, hafi hugrekki til þess að láta drauma sína rætast og nýta þau tækifæri sem skapast. Það er líka mikilvægt að skátar skilji og njóti eigin menningar og annarra og stuðli að friði, jafnrétti og bræðralagi manna á meðal. Skátastarf - hollara en hafragrautur!"  

Skátaaðferðin

Skátaaðferðin er ómissandi hluti af uppeldiskerfi skátahreyfingarinnar. Skátaaðferðina má skilgreina sem framfarakerfi er miðar að sjálfsmenntun. Hún er viðbót við og vinnur með fjölskyldunni, skólanum og margþættu frístundastarfi unglinga. Skátaaðferðin byggir á samhæfingu nokkurra þátta, lykilþættir hennar eru: Framfarakerfi markmiða og verkefna. Stuðningur fullorðinna skátaforingja. Reynslunám. Hollusta við skátalögin. Táknræn umgjörð. Flokkakerfi. Hjálpsemi sem leið til þroska. Útilíf og náttúruvernd. Leikir sem námsaðferð. Þó að hægt sé að nefna alla þessa afmörkuðu þætti er nauðsynlegt að skilja hvernig þeir tengjast og vinna saman til að átta sig á hvernig skátaaðferðin virkar í raun. Aðferðin er eins árangursrík og raun ber vitni vegna þess að þessir þættir eru samræmdir og í jafnvægi. Ef það vantar einhver hljóðfæri í sinfóníuhljómsveit, hljóðfærin eru vanstillt eða sum of hávær, þá hljómar tónverkið aldrei rétt. Oft eru afmarkaðir þættir skátaaðferðarinnar skoðaðir einir og sér og ekki í samhengi hver við annan, það kemur í veg fyrir að við sjáum heildarmyndina. Ef skátaaðferðinni er beitt á svo takmarkaðan hátt má gera ráð fyrir lökum árangri. Líkt og öll önnur kerfi er skátaaðferðin margþætt, en með því að skilja tengingarnar á milli ólíkra þátta hennar getum við áttað okkur á hvernig hún virkar í raun og beitt henni á árangursríkan hátt í störfum okkar.

Landsmót skáta 2014

Þú getur upplifað landsmótsævintýrið næsta sumar - komdu með okkur á Landsmót skáta að Hömrum við Akureyri.