­

Innritun í skátastarfið er á næsta leiti og nú verður þú með

Á næstunni munu skátafélögin innrita nýja félaga og nú er lag fyrir þig að drífa þig af stað og vera með. Skátar fara í útilegur og ferðalög, þeir syngja og sprella, spila tónlist og klífa fjöll, leika leikrit og sigla á kajökum, smíða, mála, klippa, tálga, dansa og byggja snjóhús - viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og hugurinn girnist. :: Veldu þér skátafélag

Taktu þátt í landsmótsævintýrinu að Hömrum næsta sumar

Landsmót skáta 2014 Næsta landsmót skáta verður haldið að Hömrum við Akureyri dagana 20.-27. júlí 2014. Landsmót skáta eru stórkostleg upplifun fyrir alla þá sem taka þátt og nú hefur þú tækifæri til þess að koma og vera með! Skátahreyfingin er alþjóðleg hreyfing barna og unglinga. Alþjóðastarf er því eðlilega mjög mikilvægt í allri okkar starfssemi. Eitt af meginmarkmiðum BÍS er að gefa skátum kost á þátttöku í alþjóðlegu skátastarfi. Landfræðilegar aðstæður hefta augljóslega möguleika allt of margra íslenskra skáta til heimsókna og persónulegra kynna skátasystkina sinna erlendis og því er alþjóðlegt landsmót kærkomið tækifæri fyrir okkur. Tækifæri til að bjóða til okkar skátum hvaðanæva að úr heiminum, skapa aðstæður fyrir gagnvirk kynni af menningu og viðhorfum hvors annars, læra hvert af öðru, efla bræðralag og skilning okkar á milli, án þess að þurfa að yfirgefa heimalandið. Það er alla vega staðreynd að eitt það eftirminnilegasta sem íslenskir skátar hafa frá landsmótum okkar eru kynni við erlend skátasystkini á mótinu að þeirra eigin sögn.​ Skráning á mótið hefst 1. október 2013. Landsmót skáta 2014 í hnotskurn Þema Í takt við tímann ​Dagsetning 20. júlí til 27. júlí 2014 ​ ​Staður Hamrar, útilífsmiðstöð skáta rétt innan við Akureyri, um það bil 5 km. frá miðbæ Akureyrar. ​ ​Mótsgjald Kr. 54.000.- Staðfestingargjald 10.000.- óafturkræft við þetta gjald bætist sameiginlegur kostnaður skátafélaga, rútur, fararstjórn ofl. ​Netfang landsmot@skatar.is​ ​Aldur þátttakenda Almenn dagskrá er fyrir skáta á aldrinum 10 til 22 ára. ​Mótsstjórn Stjórn BÍS hefur skipað mótsstjórn Landsmót skáta 2014. Þessi hópur býr yfir mikilli reynslu innan skátahreyfingarinnar og af mótshaldi og hefur komið að undirbúningi fjölmargra verkefna á vegum Bandalags íslenskra skáta á undanförnum árum. Það er mikill fengur fyrir BÍS þegar hópur reyndra skáta eins [...]

Fyrsti íslendingurinn í Evrópustjórn WOSM

Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og formaður alþjóðaráðs Bandalags íslenskra skáta, var kosin í sex manna Evrópustjórn alþjóðahreyfingar skáta (World Organisation of the Scout Movement) þann 18. ágúst síðastliðinn. Um 1,6 milljón skáta eru starfandi í 41 Evrópulandi og hefur þeim fjölgað mikið á undanförnum árum. Hulda hefur setið í stjórn BÍS frá árinu 2006 og verið formaður eins af kjarna vinnuhópum Evrópustjórnar WOSM síðast liðin 3 ár. Hulda er fyrsti íslendingurinn til þess að setjast í Evrópustjórn WOSM, en áður hafa þrír íslendingar setið í Evrópustjórn alþjóðasamtaka kvenskáta.

Engar áhyggjur – gamli góði skátavefurinn er hér

Þessi nýja vefsíða hefur það hlutverk að kynna skátastarfið fyrir almenningi. Skátavefurinn, vefur fyrir starfandi skáta er auðvitað enn í fullu fjöri og þú getur nálgast hann hér. :: Skoða gamla góða skátavefinn

Landsmót skáta 2014

Þú getur upplifað landsmótsævintýrið næsta sumar - komdu með okkur á Landsmót skáta að Hömrum við Akureyri.

Komdu í skátana

Skátarnir eru uppeldishreyfing sem gefur börnum og unglingum kost á að stunda útivist, þroska hæfileika sína og þróa með sér leiðtogahæfileika.