Á næstunni munu skátafélögin innrita nýja félaga og nú er lag fyrir þig að drífa þig af stað og vera með. Skátar fara í útilegur og ferðalög, þeir syngja og sprella, spila tónlist og klífa fjöll, leika leikrit og sigla á kajökum, smíða, mála, klippa, tálga, dansa og byggja snjóhús – viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og hugurinn girnist.

:: Veldu þér skátafélag