Búið er að opna fyrir skráningu á Vetrarmót Reykjavíkurskáta sem haldið verður að Úlfljótsvatni 29.-31.janúar.

Vetrarmótið var fyrst haldið í fyrra og tókst afar vel til, tryggðu þér koju tímanlega og skráðu þig.
Vetrarmótið er fyrir fálkaskáta og eldri.

Kostnaður við Vetrarmótið (4000,-) er innifalið í  árgjaldinu þannig að þessu tækifæri má engin sleppa.

Skráning fer fram hér!

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skátasambands Reykjavíkur og á facebook-síðu Vetrarmótsins.