Fundarboð
Aðalfundur skátafélagsins Skjöldunga verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl 20:00 í gegnum fjarfundarbúnað.
Vefslóði á Facebook viðburðinn: https://www.facebook.com/events/456236832064577
Vefslóði á Aðalfund í gegnum Zoom:
Hér er vefslóði á fundinn:
https://us02web.zoom.us/j/84493858394?pwd=K2M5UnFrc0RJRTMxWDdJZ3pvMUx0UT09
Meeting ID: 844 9385 8394
Passcode: 21
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
3. Lagabreytingar
4. Kosningar
5. Önnur mál
Framboð og lagabreytingartillögur verða kynnt hér á síðunni um leið og þau berast.
Framboð og lagabreytingartillögur berist á skjoldungar@skatar.is.
Úrdráttur úr lögum sem má finna á vefsíðu skjöldunga:
1. gr. Fullgildir félagar teljast drekaskátar, fálkaskátar, dróttskátar, rekkaskátar og róverskátar sem sækja reglulega æfingar og fundi og hafa greitt ársgjald. Fullgildir félagar teljast einnig eldri skátar, sem greitt hafa ársgjald.
2. gr. Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda í febrúar eða mars ár hvert og boða bréflega með minnst hálfs mánaðar fyrirvara.
3. gr. Rétt til setu á aðalfundi hafa allir félagar sem náð hafa 15 ára aldri. Atkvæðisrétt hefur félagsstjórn, allir sveitarforingjar og æðri foringjar sem greitt hafa ársgjald. Fyrir sveit er telur fleiri félaga en 30 má senda 1 atkvæðisbæran fulltrúa fyrir hverja 4 umfram 30.
4. gr. Stjórn er kosin á aðalfundi. Hana skipa félagsforingi og 4 eða fleiri aðstoðarfélagsforingjar sem skipta með sér verkum. Stjórn fundar reglulega með foringjum. Stjórn er heimilt að skipa nefndir til að fara með einstök mál eða málaflokka í nafni hennar. Stjórn ákveður setu foringja og starfsmanns félagsins á fundum sínum.
5. gr. Í stjórn félagsins hafa kjörgengi félagar í Skjöldungum sem náð hafa 18 ára aldri.
PS. Foreldrar skáta í félaginu og aðrir velunnarar sérstaklega velkomnir.