Dróttskátar

"Við erum Dróttskátar, því ekki þið!?" Dróttskátar eru á aldrinum 13-15 og eitt hressasta aldursbilið.

Dróttskátastarfið

Dróttskátar eru á kjöraldrinum 13-15 ára og er starfslýsingin að “vinna sjálfstætt í flokkum undir eftirliti foringja” (BÍS).

Viðfangsefni Dróttskátastarfs eru m.a. að skátinn átti sig á sínum eigin mörkum og mörkum annara; að tengja sjálf sig við samfélagið; að tengja sjálf sig við sögu lands og þjóðar; að tengja sjálf sig við aðstæðu minnihlutahópa sem búa í nærsamfélaginu; og að auka sjálfstraust skátans.

Dróttskátaforingjar vinna í samvinnu með skátunum til þess að skipuleggja sína fundi. Unnið er með það að skátarnir fái frelsi til þess að ákveða hvað þau vilja gera og að foringjar komi því í verk, innan skikkanlegra marka.