­

Skjöldungar leita að starfsmönnum

Skjöldungar leita að 2-3 starfsmönnum til að sjá um útilífsskólann í sumar þar sem fyrirhuguð eru 3 - 4 námskeið. Æskilegt er að viðkomandi séu orðnir amk. 20-22ja ára og hafi haldgóða reynslu af skátastarfi. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálfstætt sem og í hóp, vera skipulagðir og ábyrgir. Umsóknum og frekari fyrirspurnum skal skilað til Skjöldunga á skjoldungar@skatar.is en einnig má hafa samband við starfsmann Skjöldunga í síma 8216802. ATH! ráðið verður í stöðurnar sem allra fyrst.   Kveðja Skjöldungar

Páskaútilega Skjöldunga

Páskaútilega Skjöldunga verður haldin 11.-13. mars og verður hún að þessu sinni í Lækjarbotnum við Lögbergsbrekku (um 10 mínútna akstur frá RVK) Drekaskátar koma á laugardeginum og gista því eina nótt en fálkaskátar og eldri munu gista 2 nætur. Búið er að opna fyrir skráningu í útileguna. Nánari dagskrá og matseðill koma hér inn fljótlega.

Landsmót skáta 2016

Landsmót skáta 2016 verður haldið á Úlfljótsvatni 17.-24. júlí 2016. Skráning og ítarlegar upplýsingar má finna hér. Kostnaður þátttakenda er 54.000.- og er allur matur, efni og ferðir innifalið.

Skráning í skátana

Nú stendur yfir skráning í skátana og viljum við hvetja foreldra og forráðamenn til að skrá börn sín sem fyrst en skráningarformið er einfalt og tekur þetta um 2-3 mínútur að fylla út. Ef eitthvað er óljóst eða óskað er eftir aðstoð, er auðvitað hægt að hafa samband við starfsmann í síma 5686802 / 8216802 eða á skjoldungar(hjá)skjoldungar.is Hérna er hlekkur inná skráningarformið. Skátakveðja Skjöldungar

Skráning í Útilífsskólann

Skjöldungar verða með Útilífsskóla skáta í sumar og hér má nálgast frekari upplýsingar og skráningarformið.   Skátakveðja Skjöldungar

Fundur vegna vefsíðna skátafélaganna

Skátafélagið Skjöldungar boða til fundar vegna vefsíðna skátafélaganna og samræmingar á útliti, framsetningu og virkni. Fundurinn verður í skátaheimili Skjöldunga Sólheimum 21a  miðvikudaginn 1. október kl 20:00. Allir áhugasmair velkomnir :)  Sjáumst hress með tölvurnar.... Skjöldungar

ATH! Dróttskátar – Nýr fundartími

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að færa fundartíma dróttskáta yfir á miðvikudaga kl. 20:00 í staðinn fyrir þriðjudaga. Skátakveðja Sveitarforingi

Skráðu þig!

Skorað er á eldri Skjöldunga að skrá sig í félagið hið fyrsta þar sem búið er að hreinsa gamlar skráningar út úr gagnagrunninum. Hérna er skráningarformið. Skjöldungar

Skráning í skátana

Nú stendur yfir skráning í skátana og viljum við hvetja foreldra og forráðamenn til að skrá börn sín sem fyrst en skráningarformið er einfalt og tekur þetta um 2-3 mínútur að fylla út. Ef eitthvað er óljóst eða óskað er eftir aðstoð, er auðvitað hægt að hafa samband við starfsmann í síma 5686802 / 8216802 eða á skjoldungar(hjá)skjoldungar.is Hérna er hlekkur inná skráningarformið. Skátakveðja Skjöldungar

Upplýsinga- og vinnufundur landsmóts 2014

Allir foringjar skátafélagsins eru hvattir til að mæta á opin upplýsinga- og vinnufund landsmótsstjórnar 2014.  Fundurinn hefst kl. 14 og verður í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123. Á fundinum mun mótsstjórn kynna stöðu mála og óska eftir hugmyndum og innleggi frá fundarmönnum við ýmsa liði er snúa að dagskrá, tjaldbúð, tæknimálum og kynningarmálum. Markmið fundarins er að gefa felstum skátum færi á að koma með hugmyndir og leiðir til að gera Landsmót skáta að frábæru móti sem allir skátar að sjálfsögðu fjölmenna á.