Áður en útbúnaði er pakkað skal hafa í huga nokkur atriði s.s. hversu lengi ferðin stendur, hvaða tíma ársins, fylgjast vel með veðurspá síðustu 3 daga fyrir brottför ofl.
Fatnaður
Skátaklútur
Síðbuxur
Aukabuxur
Peysur / þunn flíspeysa / háskólapeysa
Þykk peysa / ullarpeysa / flíspeysa
föðurland og ullarbolur (eða úr vönduðu gerviefni)
Regngalli
Vatnsheldir skór
Hlý og góð yfirhöfn
Húfa
Vettlingar x2
Bolur
Ullarsokkar x2
Sokkar x2
Góðir skór (strigaskór/gönguskór)
Náttföt
Nærföt
Búnaður
Bakpoki
Svefnpoki
Dýna
Koddi
Höfuðljós
Vatnsbrúsi
Plastpokar undir óhrein eða blaut föt
Það má koma með myndavél
Annað t.d. vasahnífur, áttaviti, skátahandbókin
Persónulegt
Tannbursti og tannkrem
Aðrar hreinlætisvörur
Lyf (ef þarf)
Athugið að þessi listi er ekki tæmandi og aðeins til viðmiðunar. Pakkið með skátanum, ekki fyrir hann Símar eru óþarfi.
Gott að hafa í huga: Ef fara á í bakpokaferð þá er snjallt að setja t.d. fatnað og svenpoka í plastpoka áður en hann er svo settur í bakpokann.