ÚTBÚNAÐARLISTI

Áður en útbúnaði er pakkað skal hafa í huga nokkur atriði s.s. hversu lengi ferðin stendur, hvaða tíma ársins, fylgjast vel með veðurspá síðustu 3 daga fyrir brottför ofl.

Fatnaður

  • Skátaklútur
  • Síðbuxur
  • Aukabuxur
  • Peysur / þunn flíspeysa / háskólapeysa
  • Þykk peysa / ullarpeysa / flíspeysa
  • föðurland og ullarbolur (eða úr vönduðu gerviefni)
  • Regngalli
  • Vatnsheldir skór
  • Hlý og góð yfirhöfn
  • Húfa
  • Vettlingar x2
  • Bolur
  • Ullarsokkar x2
  • Sokkar x2
  • Góðir skór (strigaskór/gönguskór)
  • Náttföt
  • Nærföt

Búnaður

  • Bakpoki
  • Svefnpoki
  • Dýna
  • Koddi
  • Höfuðljós
  • Vatnsbrúsi
  • Plastpokar undir óhrein eða blaut föt
  • Það má koma með myndavél
  • Annað t.d. vasahnífur, áttaviti, skátahandbókin

Persónulegt

  • Tannbursti og tannkrem
  • Aðrar hreinlætisvörur
  • Lyf (ef þarf)

Athugið að þessi listi er ekki tæmandi og aðeins til viðmiðunar.
Pakkið með skátanum, ekki fyrir hann
Símar eru óþarfi.

Gott að hafa í huga:
Ef fara á í bakpokaferð þá er snjallt að setja t.d. fatnað og svenpoka í plastpoka áður en hann er svo settur í bakpokann.