Allir foringjar skátafélagsins eru hvattir til að mæta á opin upplýsinga- og vinnufund landsmótsstjórnar 2014. Fundurinn hefst kl. 14 og verður í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123. Á fundinum mun mótsstjórn kynna stöðu mála og óska eftir hugmyndum og innleggi frá fundarmönnum við ýmsa liði er snúa að dagskrá, tjaldbúð, tæknimálum og kynningarmálum. Markmið fundarins er að gefa felstum skátum færi á að koma með hugmyndir og leiðir til að gera Landsmót skáta að frábæru móti sem allir skátar að sjálfsögðu fjölmenna á.