Lög Skátafélagsins Skjöldunga samþykkt á aðalfundi 12. mars 2008
I. kafli: Tilgangur
1. gr. Félagið heitir Skátafélagið Skjöldungar, heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. Tilgangur félagsins er að stunda skátun og vinna í anda skátalaganna að æskulýðsmálum.
II. kafli: Félagar og stjórnun
1. gr. Fullgildir félagar teljast drekaskátar, fálkaskátar, dróttskátar, rekkaskátar, róverskátar sem sækja reglulega æfingar og fundi og hafa greitt ársgjald. Fullgildir félagar teljast einnig eldri skátar, sem greitt hafa ársgjald.
2. gr. Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda í febrúar eða mars ár hvert og boða bréflega með minnst hálfs mánaðar fyrirvara.
3. gr. Rétt til setu á aðalfundi hafa allir félagar sem náð hafa 15 ára aldri. Atkvæðisrétt hefur félagsstjórn, allir sveitarforingjar og æðri foringjar sem greitt hafa ársgjald. Fyrir sveit er telur fleiri félaga en 30 má senda 1 atkvæðisbæran fulltrúa fyrir hverja 4 umfram 30.
4. gr. Stjórn er kosin á aðalfundi. Hana skipa félagsforingi og 4 eða fleiri aðstoðarfélagsforingjar sem skipta með sér verkum. Stjórn fundar reglulega með foringjum. Stjórn er heimilt að skipa nefndir til að fara með einstök mál eða málaflokka í nafni hennar. Stjórn ákveður setu foringja og starfsmanns félagsins á fundum sínum.
5. gr. Í stjórn félagsins hafa kjörgengi félagar í Skjöldungum sem náð hafa 18 ára aldri.
6. gr. Lögum þessum má breyta á aðalfundi og séu 2/3 hlutar atkvæðisbærra fundarmanna fylgjandi því. Breytingartillögur skulu sendar með fundarboði.
7. gr. Félagið er í B.Í.S., einnig í S.S.R.
8. gr. Stjórn félagsins setur reglur og reglugerðir samkvæmt lögum þessum.
Lög þessi öðluðust fyrst gildi sunnudaginn 5. okt. 1969 er félagsforingi lýsti því yfir. Þeim var síðast breytt á aðalfundi félagsins 12. mars 2008.