Skjöldungar fóru í foringjaferð helgina 12-14 september og nýttum við tækifærið og fengum leiðbeinendurna Gísla og Ingu til að koma til okkar með námskeið varðandi upptöku á flokkakerfinu en flokkakerfið hefur ekki verið iðkað í all-mörg ár innan okkar raða en við Skjöldungar stefnum á upptöku þess innan tíðar.
Í upphafi ferðar var farið í Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum og þaðan yfir á Úlfjótsvatn þar sem við fengum síðbúinn kvöldverð og fórum í bogfimi.
Eftir miðnættið var svo komið á Apavatn þar sem við áttum frábæra helgi saman við leik og störf.
Hérna má sjá myndir og myndbönd úr ferðinni.