Námskeið í boði 2021

 

Námskeið 1 – Ath! 4. dagar

14.06.2021 – 18.06.2021

         

Námskeið 2 

21.06.2021 – 25.06.2021

         

Námskeið 3 

28.06.2021 – 02.07.2021

         

Námskeið 4 

12.07.2021 – 16.07.2021

         

Námskeið 5 

19.07.2021 – 23.07.2021

         

Námskeið 6 – Ath! 4. dagar

03.08.2021 – 06.08.2021

         

Námskeið 7 

09.08.2021 – 13.08.2021

Skátafélagið Skjöldungar ætlar að bjóða upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann sem haldið er
í skátaheimili Skjöldunga í Sólheimum 21a.

 

Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, skátadulmál,
útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt.

 

Upplýsingar:

 

Starfssvæði Útilífsskóla Skjöldunga eru Vogar, Heimar og Sundahverfi.

 

Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára. (fædd 2009 – 2013)

 

Dagskráin stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00.

 

Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti vel klæddir og tilbúnir í að vera úti allan daginn.

 

Nestistímar eru þrisvar á dag og þurfa þátttakendur að taka með sér nesti fyrir daginn.

 

Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins í upphafi námskeiðs.

 

Ef námskeiðið kemur ekki upp á skráningarsíðunni má senda póst með kennitölu barns og dagsetningu námskeiðs á skjoldungar@skatar.is og við aðstoðum ykkur.

 

 

ATH.
Námskeið 1 og 6 er einungis fjórir dagar (vegna 17. júní og
Verslunarmannahelgarinnar)