Þar sem í skátastarfi Skjöldunga blandast saman krakkar úr allt að 5 skólum og við förum yfir fjöldatakmörk í nokkrum aldursbilum hafa stjórn og foringjar ákveðið að fresta hefðbundnu fundastarfi áfram út þessa önn. Í staðinn eru foringjarnir okkar búnir að búa til Stórleik Skjöldunga sem allir geta tekið þátt í og unnið sér inn sérstaklega flott merki. Stórleikurinn samanstendur af fjórum verkefnum sem er tilvalið að klára á fjórum vikum. Upplýsingar um þennan stórleik má finna í viðhengi og til þess að taka þátt má gerast meðlimur í hópnum „Stórleikur Skjöldunga“ sem má finna í gegnum þennan hlekk: https://www.facebook.com/groups/storleikur

Við hvetjum skáta jafnt sem foreldra, systkini og alla aðra til að taka þátt í þessu með okkur.