Allir fálkaskátar Sköldunga ætla að gista saman í skátaheimilinu frá föstudegi 20. mars til laugardags 21. mars.
Mæting er kl. 18:00 upp í skátaheimili og innilegunni verður slitið á laugardegi kl. 12:00. 

Skátarnir fá kvöldmat og morgunmat í innilegunni.
Við ætlum að hafa pizzaveislu og kósýkvöld á föstudegi og hafa fjöruga og skemmtilega dagskrá fyrir hádegi á laugardegi.
Skátarnir þurfa að koma með:
– 1.000,- kr. fyrir pizzu
– Dýnu
– Svefnpoka/ sæng og kodda
– Tannbursta og hreinlætisvörur
– Náttföt/kósýföt
– Hlý útiföt

Skráning í innileguna er á skatar.felog.is.