­

Starfsáætlun 2019-2020

Starfsáætlun Skjöldunga fyrir skátastarfið 2019 til 2020 er komin á vefinn og má finna hér: http://skjoldungar.is/starfsaaetlun/ Það er skemmtilegt skátaár framundan, frábærir skátafundir og margir magnaðir viðburðir. Það er um að gera að merkja þá í dagatalið strax og undirbúa sig undir frábært skátaár.

Útilífsskóli Skjöldinga sumar 2019

Laugardalurinn er fullur af grænum svæðum og heimavöllur ævintýra og útivistar. Skátafélagið Skjöldungar er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Útilífsskóli Skjöldunga byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og margt fleira. Um er að ræða fimm daga námskeið. Sumarið 2019  Námskeið 1   -   11. - 14. júní.*Námskeið 2   -   18. – 21. júní*Námskeið 3   -  24. – 28. júní Námskeið 4   -8. – 12. júlíNámskeið 5   -15. – 19. júlíNámskeið 6   -22. – 26. júlíNámskeið 7   -   5.- 9. ágúst *: mánudagurinn í þessum námskeiðum er frídagur. Námskeiðin eru því aðeins 4 dagar Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára.Dagskráin stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00.Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.Hvert námskeið eru fimm dagar í senn. Verð: 14.000 kr. Skráning er hafin hér: https://skatar.felog.is/

Vetrarstarf hefst 7.september 2018- skráning er hafin

Vetrarstarf Skjöldunga hefst frá og með 7.september næstkomandi.  Við hlökkum til þess að hefja frábæran vetur. Drekaskátar (7-9 ára): mánudagar kl. 17-18 Fákaskátar (10-12 ára): mánudagar kl.19-20 Dróttskátar (13-15 ára): fimmtudagar kl.20-22 Nú stendur yfir skráning í skátana og viljum við hvetja foreldra og forráðamenn til að skrá börn sín sem fyrst. Ef eitthvað er óljóst eða óskað er eftir aðstoð, er auðvitað hægt að hafa samband við gegnum skjoldungar(hjá)skjoldungar.is eða á Facebook. Helstu dagsetningar og viðburði vetrarins má sjá hér: http://skjoldungar.is/starfsaaetlun/ Hérna er hlekkur inná skráningarformið: https://skatar.felog.is Skátakveðja Skjöldungar

Útilífsskóli Skjöldunga er byrjaður

Útilífsskóli Skjöldunga er hafinn þetta árið og eru enn laus pláss á námskeið 2-4.  Hérna má nálgast skráningarhlekkinn... Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og þurfti t.a.m. að loka fyrir skráningu á fyrsta námskeiðið og er námskeið 2 óðum að fyllast. Sjáumst hress í Útilífsskólanum í sumar. Skjöldungar

Foreldrafundur vegna landsmóts 2.maí

Foreldrafundur verður haldinn í skátaheimilinu Sólheimum 21a mánudaginn 2. maí þar sem farið verður yfir m.a. landsmót skáta í sumar, fjáraflanir, drekaskátamót og aðra viðburði á næstunni. Fundurinn hefst kl. 20:00 og áríðandi er að fulltrúi allra landsmótsfara mæti. Sjáumst hress Kveðja Skjöldungar

Skjöldungar leita að starfsmönnum

Skjöldungar leita að 2-3 starfsmönnum til að sjá um útilífsskólann í sumar þar sem fyrirhuguð eru 3 - 4 námskeið. Æskilegt er að viðkomandi séu orðnir amk. 20-22ja ára og hafi haldgóða reynslu af skátastarfi. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálfstætt sem og í hóp, vera skipulagðir og ábyrgir. Umsóknum og frekari fyrirspurnum skal skilað til Skjöldunga á skjoldungar@skatar.is en einnig má hafa samband við starfsmann Skjöldunga í síma 8216802. ATH! ráðið verður í stöðurnar sem allra fyrst.   Kveðja Skjöldungar

Skjöldungur í Gabon

Það er okkur Skjöldungum sannur heiður að eiga Guðrúnu Björgu sem skátasystur enda gríðarlega sterk fyrirmynd hér á ferðinni. Við erum afar stolt af Guðrúnu og þessu óvenjulega framtaki. Hér má lesa alla greinina sem www.visir.is birti.

Aðalfundur Skjöldunga….

...var haldinn þriðjudaginn 8.mars.  Fundurinn var með afar hefðbundnu sniði þar sem félagsforingi fór yfir ársskýrslu stjórnar og gjaldkeri fór yfir ársreikning félagsins. Smávægilegar breytingar voru gerðar á stjórn félagsins, en Haraldur Jónsson hefur síðustu ár gegnt stöðu fulltrúa foringja í stjórn en þar sem Haraldur starfar ekki lengur sem sveitarforingi var sú tillaga Sveinbjörns Lárussonar sem var jafnframt fundarstjóri, að Haraldur tæki sæti í stjórn félagssins, samþykkt einróma. Brynhildur Ingibjörg Hauksdóttir sem sinnir nú störfum deildarforingja, bíður því það verkefni með sveitarforingjum, að finna nýjan fulltrúa foringja til að sitja stjórnarfundi en þess má vænta að Þórey Lovísa verði valin af sínum jafningjum. Stjórnina skipa því: Guðmundur Þór Pétursson félagsforingi Magnús Daníel Karlsson gjaldkeri og aðst.fél.for. Valgerður Halldórsdóttir aðst.fél.for. Brynhildur Ingibjörg Hauksdóttir deildarforingi og aðst.fél.for. Páll Viggósson aðst.fél.for. Haraldur Jónsson aðst.fél.for. (með fyrirvara: Þórey Lovísa) Páll var ekki viðstaddur fundinn en engu síður náðist mynd af allri stjórninni.

Páskaútilegu frestað – Hristingur þess í stað

Páskaútilegunni hefur verið frestað, sem átti að vera um helgina þar sem veðurspá er afar slæm fyrir laugardag og sunnudag. Þess í stað ætlum við að hittast í skátaheimilinu á laugardaginn kl 17:00 (12.mars) og verður dagskrá langt fram á kvöld og er kvöldmatur innifalinn. Við ætlum svo að sofa í skátaheimilinu og á sunnudaginn verður morgunmatur og meiri dagskrá og svo endum við á hádegismat, þannig að þessu lýkur um kl 13:00. Það sem þarf að hafa með er svefnpoki, náttföt og tannbursti. Kveðja Foringjar.

Forsetamerkið

Þann 11.október 2015 fengu 22. rekkaskátar afhent forsetamerkið á Bessastöðum og þar á meðal var okkar eigin Þórey Lovísa og var þessi mynd tekin við það tilefni. Til hamingju Þórey :)