Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Allt formlegt starf Skátafélagsins Skjöldunga fellur því niður fram yfir páska. Öryggi og heilsa skátanna og foringjanna er fyrir öllu og því verða hvorki skátafundir né úti/innilegur.
Skátarnir eru að útbúa verkefni sem þeir munu senda frá sér og frábært er að leysa verkefnin heima ásamt allri fjölskyldunni.Við erum meðvituð um að staðan í samfélaginu getur breyst með stuttum fyrirvara og að ákvarðanir félagsins geta þurft að breytast í samræmi við það. Förum eftir fyrirmælum Almannavarna, þannig gerum við skyldu okkar og hjálpum samfélaginu.
Nú er tími til góðverka ⚜️
Fyrir hönd stjórnar og foringja Skátafélagsins Skjöldunga
Helga Þórey Júlíudóttir
Félagsforingi
english
Icelandic society now faces great challenges due to pandemic COVID-19. All formal events planned by Skjöldungar are therefore canceled until after Easter. The safety and health of the Scouts and leaders is everything and therefore Scout meetings, inside and outside camping are canceled.
The Scouts are preparing tasks that they will publish and it is great to solve the tasks at home with the whole family.
We are aware that the situation can change at short notice and that the decisions may need to change accordingly. Obey the Civil Protection instructions, so we do our duty and help the community.
Now is the time for good deeds⚜️
On behalf of Skjöldungar
Helga Þórey Júlíudóttir
Meðan á samkomubanni stendur munu skátarnir setja inn verkefni sem skemmtilegt er að gera heima eða úti í garði á síðuna http://skatarnir.is/studkvi/.