Námskeið í boði 2020
Námskeið 1
8. – 12. júní
Námskeið 2
15. – 19. júní – Ath! 4. dagar
Námskeið 3
22. – 26. júní
Námskeið 4
29. júní – 3. júlí
Námskeið 5
6. – 10. júlí
Námskeið 6
4. – 7. ágúst – Ath! 4. dagar
Námskeið 7
10. – 14. ágúst
Sumarið 2020 verður Útilífsskóli Skjöldunga með öðrum hætti en hefur tíðkast. Fyrstu tveir dagar námskeiðsins verða haldnir í og í kringum skátaheimilið okkar en síðustu þrír dagarnir verða á svæðinu í kringum skátaskálann okkar við Hafravatn.
Við verðum úti allan daginn og nýtum þá möguleika sem svæðin hafa upp á að bjóða en meðal viðfangsefna verða trönubyggingar, útieldun, tálgun, rötun, náttúruskoðun, fjallgöngur, skátaleikir og margt fleira. Um er að ræða fimm daga námskeið.
Upplýsingar:
- Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára.
- Dagskráin stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00.
- Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti vel klæddir og tilbúnir í að vera úti allan daginn
- Nestistímar eru þrisvar á dag og þurfa þátttakendur að taka með sér nesti fyrir daginn.
- Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins í upphafi námskeiðs.
- Mæting fyrstu tvo dagana verður í skátaheimilið en seinni þrjá dagana verður mæting í skátaskálann Hleiðru við Hafravatn.
- Verðið er 14.000kr.
- Ef námskeiðið kemur ekki upp á skráningarsíðunni má senda póst með kennitölu barns og dagsetningu námskeiðs á skjoldungar@skatar.is og við aðstoðum ykkur.