Laugardalurinn er fullur af grænum svæðum og heimavöllur ævintýra og útivistar. Skátafélagið Skjöldungar er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma.
Útilífsskóli Skjöldunga byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og margt fleira. Um er að ræða fimm daga námskeið.
Sumarið 2019
Námskeið 1 – 11. – 14. júní.*
Námskeið 2 – 18. – 21. júní*
Námskeið 3 – 24. – 28. júní
Námskeið 4 -8. – 12. júlí
Námskeið 5 -15. – 19. júlí
Námskeið 6 -22. – 26. júlí
Námskeið 7 – 5.- 9. ágúst
*: mánudagurinn í þessum námskeiðum er frídagur. Námskeiðin eru því aðeins 4 dagar
- Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára.
- Dagskráin stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00.
- Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.
- Hvert námskeið eru fimm dagar í senn.
Verð: 14.000 kr.
Skráning er hafin hér: https://skatar.felog.is/