Útilífsskólinn

Skátafélagið Skjöldungar rekur útilífsskóla yfir sumarmánuðina. Þar gefst börnum á aldrinum 8-12 ára tækifæri að upplifa skátaævintýrið.

Útilífsskóli Skjöldunga byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og margt fleira. Um er að ræða fimm daga námskeið.

Skráning er opin á https://skatar.felog.is

Allar upplýsingar má nálgast á fristund.is  eða utilifsskoli.is