Áður en útbúnaði er pakkað skal hafa í huga nokkur atriði s.s. hversu lengi ferðin stendur, hvaða tíma ársins, fylgjast vel með veðurspá síðustu 3 daga fyrir brottför ofl.

Yfirföt:
Vatnsvarin úlpa eða jakki, hlífðarbuxur, húfa, vettlingar, trefill, ullarsokkar og göngusokkar, gönguskór.

Undirföt:
Föðurland og bolur/peysa úr ull eða úr vönduðu gerviefni, nærföt, flíspeysa.

Annað:
Bakpoki, svefnpoki, dýna, vasahnífur, höfuðljós, auka skóreimar, áttaviti og skátahandbókin.

Gott að hafa í huga:
Ef fara á í gönguferð þá er snjallt að setja t.d. fatnað og svenpoka í plastpoka áður en hann er svo settur í bakpokann.  Einnig er gott að hafa slökkt á farsímum á göngu til að spara rafhlöðuna, og/eða geyma þá í vel lokuðum nestisboxum til að koma í veg fyrir að raki komist í símann, ekki leggja í göngu með símann í vasa eða innan klæða.
Rétt er að benda á að í dag fást bæði nokkrar tegundir síma sem eru rakavarðir og einnig má fá víða auka rafhlöður sem geta hlaðið flestar tegundir farsíma.

Athugasemdir og ábendingar eru vel þegnar 🙂  skjoldungar@skjoldungar.is