Skjöldungar leita að 2-3 starfsmönnum til að sjá um útilífsskólann í sumar þar sem fyrirhuguð eru 3 – 4 námskeið.

Æskilegt er að viðkomandi séu orðnir amk. 20-22ja ára og hafi haldgóða reynslu af skátastarfi.
Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálfstætt sem og í hóp, vera skipulagðir og ábyrgir.

Umsóknum og frekari fyrirspurnum skal skilað til Skjöldunga á skjoldungar@skatar.is en einnig má hafa samband við starfsmann Skjöldunga í síma 8216802.

ATH! ráðið verður í stöðurnar sem allra fyrst.

 

Kveðja
Skjöldungar