Myndasafn skátafélagsins

Myndir sem teknar eru í skátastarfi félagsins eru geymdar í vörslu félagsins. Flestum myndum er nú dreift til foreldra gegnum samfélagsmiðla svo sem Facebook, Instagram og Snapchat Skjöldunga. Sjá t.d. hér á FB

Eldri myndir 

Það er dýrmætt fyrir foreldra að geta skoðað myndir úr starfinu. Mikilvægt er að skipuleggja þetta vel, velja myndir af alúð, vinna þær í passlegar stærðir og skipuleggja myndasafnið þannig að auðvelt sé að finna myndir t.d. eftir viðburðum eða tíma.  WordPress-vefumsjónarkerfið getur auðveldlega haldið utan um myndasafn félagsins en einnig er hægt að tengja þessa síðu við myndabanka félagsins sem er vistaður annars staðar t.d. Picasa eða á öðrum vefþjónustum sem bjóða ódýra eða ókeypis hýsingu á ljósmyndum. Slík þjónusta býður í sumum tilfellum upp á efnisorðaleit og fleiri þætti sem aðstoða við að koma góðu skipulagi á myndasafnið.

Myndasíða á Flickr til 2015