­

Skátastarfið er að hefjast aftur (2022)

Fundartímar: Drekaskátar 7 – 9 ára (2013 – 2015)  Mánudagar 17:30 – 18:30 Foringjar: Gunnsa, Sunna, Hanna, Guðrún, Ingunn   Fálkaskátar 10 – 12 ára (2010 – 2012) Þriðjudögum 17:30 – 19:00 Foringjar: Valur, Pálmi, María Mist og Helena   Dróttskátar 13 – 15 ára (2007 – 2009) Fimmtudagar 19:30 – 21:00 Foringjar: Aron, Rafnar, Arney og Laura   Rekkar 16 – 18 ára (2004 – 2006) Þriðjudagar 19:30 –  21:00 Foringjar: Rafnar   Fjölskylduskátar 5 – 7 ára (2015 – 2017) + foreldrar & forræðisaðilar Sunnudagar 11:00 Foringjar: Stjórnarmeðlimir Skráning Starfsáætlun fyrir veturinn: 30.ágúst – Uppskeruhátíð útilífsskólans og kynningarfundur vetrarstarfs  5.sept – Starf hefst  19.sept – Foreldraskátafundur 30.sept – 2.okt – Félagsútilega – Afmælisútilega Skjöldunga vindáshlíð  Sveitarútilegur/innilegur í nóvember Des/jan – Jólafrí 6. jan 2023 – Þrettándakvöldvaka  Janúar – Vetrarskátamót 22. feb  – Aðalfundur Skjöldunga  24-26. mars Skátaþing á Akureyri Páskaútilega  Sumardagurinn fyrsti  Laugarnes á ljúfum nótum  Drekaskátamót Skátasumarið – 1 vika Útilífsskóli Skjöldunga  

Útilífsskóli Skjöldunga 2022

Námskeið í boði 2021 Námskeið 1 13. - 16. Júní (4 dagar) Námskeið 2 20. - 24. Júní Námskeið 3 27. júní - 1. Júlí Námskeið 4 4. - 8. Júlí Námskeið 5 2. - 5. Ágúst (4 dagar) Námskeið 6 8.  - 12. Ágúst Námskeið 7 15. - 19. Ágúst  Skráning Skátafélagið Skjöldungar ætlar að bjóða upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann sem haldið er í skátaheimili Skjöldunga í Sólheimum 21a. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Upplýsingar: Starfssvæði Útilífsskóla Skjöldunga eru Vogar, Heimar og Sundahverfi. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára. (fædd 2010 - 2014) Dagskráin stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti vel klæddir og tilbúnir í að vera úti allan daginn. Nestistímar eru þrisvar á dag og þurfa þátttakendur að taka með sér nesti fyrir daginn. Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins í upphafi námskeiðs. Ef námskeiðið kemur ekki upp á skráningarsíðunni má senda póst með kennitölu barns og dagsetningu námskeiðs á skjoldungar@skatar.is og við aðstoðum ykkur. ATH. Námskeið 1 og 5 er einungis fjórir dagar (vegna 17. júní og Verslunarmannahelgarinnar)

Útilífsskóli Skjöldunga 2021

Námskeið í boði 2021 Námskeið 1 - Ath! 4. dagar 14.06.2021 - 18.06.2021 Námskeið 2  21.06.2021 - 25.06.2021 Námskeið 3  28.06.2021 - 02.07.2021 Námskeið 4  12.07.2021 - 16.07.2021 Námskeið 5  19.07.2021 - 23.07.2021 Námskeið 6 - Ath! 4. dagar 03.08.2021 - 06.08.2021 Námskeið 7  09.08.2021 - 13.08.2021 Skátafélagið Skjöldungar ætlar að bjóða upp á útilífsnámskeið yfir sumartímann sem haldið er í skátaheimili Skjöldunga í Sólheimum 21a. Námskeiðin byggja á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru náttúruskoðun, skátadulmál, útieldun, skátaleikir og margt fleira spennandi og skemmtilegt. Upplýsingar: Starfssvæði Útilífsskóla Skjöldunga eru Vogar, Heimar og Sundahverfi. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára. (fædd 2009 - 2013) Dagskráin stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti vel klæddir og tilbúnir í að vera úti allan daginn. Nestistímar eru þrisvar á dag og þurfa þátttakendur að taka með sér nesti fyrir daginn. Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins í upphafi námskeiðs. Ef námskeiðið kemur ekki upp á skráningarsíðunni má senda póst með kennitölu barns og dagsetningu námskeiðs á skjoldungar@skatar.is og við aðstoðum ykkur. ATH. Námskeið 1 og 6 er einungis fjórir dagar (vegna 17. júní og Verslunarmannahelgarinnar)

Stórleikur Skjöldunga

Þar sem í skátastarfi Skjöldunga blandast saman krakkar úr allt að 5 skólum og við förum yfir fjöldatakmörk í nokkrum aldursbilum hafa stjórn og foringjar ákveðið að fresta hefðbundnu fundastarfi áfram út þessa önn. Í staðinn eru foringjarnir okkar búnir að búa til Stórleik Skjöldunga sem allir geta tekið þátt í og unnið sér inn sérstaklega flott merki. Stórleikurinn samanstendur af fjórum verkefnum sem er tilvalið að klára á fjórum vikum. Upplýsingar um þennan stórleik má finna í viðhengi og til þess að taka þátt má gerast meðlimur í hópnum „Stórleikur Skjöldunga“ sem má finna í gegnum þennan hlekk: https://www.facebook.com/groups/storleikur Við hvetjum skáta jafnt sem foreldra, systkini og alla aðra til að taka þátt í þessu með okkur.

Útilífsskóli Skjöldunga 2020

Námskeið í boði 2020 Námskeið 18. - 12. júní Námskeið 2 15. - 19. júní - Ath! 4. dagar Námskeið 3 22. - 26. júní Námskeið 4 29. júní – 3. júlí Námskeið 5 6. – 10. júlí Námskeið 6 4. - 7. ágúst - Ath! 4. dagar Námskeið 7 10. – 14. ágústSumarið 2020 verður Útilífsskóli Skjöldunga með öðrum hætti en hefur tíðkast. Fyrstu tveir dagar námskeiðsins verða haldnir í og í kringum skátaheimilið okkar en síðustu þrír dagarnir verða á svæðinu í kringum skátaskálann okkar við Hafravatn. Við verðum úti allan daginn og nýtum þá möguleika sem svæðin hafa upp á að bjóða en meðal viðfangsefna verða trönubyggingar, útieldun, tálgun, rötun, náttúruskoðun, fjallgöngur, skátaleikir og margt fleira. Um er að ræða fimm daga námskeið. Upplýsingar: Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára. Dagskráin stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti vel klæddir og tilbúnir í að vera úti allan daginn  Nestistímar eru þrisvar á dag og þurfa þátttakendur að taka með sér nesti fyrir daginn. Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins í upphafi námskeiðs. Mæting fyrstu tvo dagana verður í skátaheimilið en seinni þrjá dagana verður mæting í skátaskálann Hleiðru við Hafravatn. Verðið er 14.000kr.Ef námskeiðið kemur ekki upp á skráningarsíðunni má senda póst með kennitölu barns og dagsetningu námskeiðs á skjoldungar@skatar.is og við aðstoðum ykkur.

Viðbrögð Skjöldunga við Samkomubanni

Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Allt formlegt starf Skátafélagsins Skjöldunga fellur því niður fram yfir páska. Öryggi og heilsa skátanna og foringjanna er fyrir öllu og því verða hvorki skátafundir né úti/innilegur.Skátarnir eru að útbúa verkefni sem þeir munu senda frá sér og frábært er að leysa verkefnin heima ásamt allri fjölskyldunni.Við erum meðvituð um að staðan í samfélaginu getur breyst með stuttum fyrirvara og að ákvarðanir félagsins geta þurft að breytast í samræmi við það. Förum eftir fyrirmælum Almannavarna, þannig gerum við skyldu okkar og hjálpum samfélaginu.Nú er tími til góðverka ⚜️Fyrir hönd stjórnar og foringja Skátafélagsins SkjöldungaHelga Þórey JúlíudóttirFélagsforingi  englishIcelandic society now faces great challenges due to pandemic COVID-19. All formal events planned by Skjöldungar are therefore canceled until after Easter. The safety and health of the Scouts and leaders is everything and therefore Scout meetings, inside and outside camping are canceled. The Scouts are preparing tasks that they will publish and it is great to solve the tasks at home with the whole family.We are aware that the situation can change at short notice and that the decisions may need to change accordingly. Obey the Civil Protection instructions, so we do our duty and help the community.Now is the time for good deeds⚜️On behalf of SkjöldungarHelga Þórey Júlíudóttir  Meðan á samkomubanni stendur munu skátarnir setja inn verkefni sem skemmtilegt er að gera heima eða úti í garði á síðuna http://skatarnir.is/studkvi/.

Innilega fálkaskáta

Allir fálkaskátar Sköldunga ætla að gista saman í skátaheimilinu frá föstudegi 20. mars til laugardags 21. mars. Mæting er kl. 18:00 upp í skátaheimili og innilegunni verður slitið á laugardegi kl. 12:00.  Skátarnir fá kvöldmat og morgunmat í innilegunni.Við ætlum að hafa pizzaveislu og kósýkvöld á föstudegi og hafa fjöruga og skemmtilega dagskrá fyrir hádegi á laugardegi. Skátarnir þurfa að koma með:- 1.000,- kr. fyrir pizzu- Dýnu- Svefnpoka/ sæng og kodda- Tannbursta og hreinlætisvörur- Náttföt/kósýföt- Hlý útifötSkráning í innileguna er á skatar.felog.is.

Baden Powell 163 ára (+1 dagur)

Í tilefni þess að stofnandi skátahreyfingarinnar, Baden Powell, hefði orðið 163 ára og 1 dags gamall ætla Skjöldungar að hafa skemmtilega dagskrá í og í kringum skátaheimilið okkar. Fjörið verðu í gangi frá 13:00 til 14:30!Allir skátar og fjölskyldur þeirra velkomin! Frekari upplýsingar á facebook: viðburður

Drekaskátadagurinn 2020

Þann 1. mars verður drekaskátadagurinn haldinn í umhverfi skátaheimilis Kópa í Kópavogi.  Allir drekaskátar á landinu fá að taka þátt í honum. Frekari upplýsingar um drekaskátadaginn eru hér.

Innilega drekaskáta

6.- 7. mars ætlar drekaskátasveitin Sporrakkar að gista í skátaheimilinu okkar.  Skráning er hafin á skatar.felog.is!