­

Varðeldaskikkjur

Okkur langar að kynna fyrir ykkur varðeldaskikkjur Skjöldunga sem hægt verður að panta til 30. nóvember.Skjöldungar munu fjölmenna á Landsmót skáta næsta sumar og hlökkum við mikið til að vera öll í stíl í eins skikkjum á bæði landsmóti og öðrum skátaviðburðum næstu ár(atugi).Skikkjan er því tilvalin jólagjöf fyrir unga skáta!Pöntun á þessum skikkjum fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk:https://forms.gle/zcGE3NpAhSLRNgMp9Þar má einnig nálgast myndir af skikkjunni og verð.Þetta er gæðaflík, hönnuð og framleidd á Íslandi af VARMA / Glófi ehf. Hún er hlý, slitþolin og falleg og hvetjum við alla til að panta hana sem fyrst

Stórleikur Skjöldunga

Þar sem í skátastarfi Skjöldunga blandast saman krakkar úr allt að 5 skólum og við förum yfir fjöldatakmörk í nokkrum aldursbilum hafa stjórn og foringjar ákveðið að fresta hefðbundnu fundastarfi áfram út þessa önn. Í staðinn eru foringjarnir okkar búnir að búa til Stórleik Skjöldunga sem allir geta tekið þátt í og unnið sér inn sérstaklega flott merki. Stórleikurinn samanstendur af fjórum verkefnum sem er tilvalið að klára á fjórum vikum. Upplýsingar um þennan stórleik má finna í viðhengi og til þess að taka þátt má gerast meðlimur í hópnum „Stórleikur Skjöldunga“ sem má finna í gegnum þennan hlekk: https://www.facebook.com/groups/storleikur Við hvetjum skáta jafnt sem foreldra, systkini og alla aðra til að taka þátt í þessu með okkur.

Skátafundir 2020-2021

Skráning fyrir haustönn 2020 er opin í gegnum skatar.felog.is Fundartíma fyrir veturinn 2020-2021 má sjá á myndinni hér að ofan. Skátastarfið hefst 7. september, öll velkomin!

Viðbrögð Skjöldunga við Samkomubanni

Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Allt formlegt starf Skátafélagsins Skjöldunga fellur því niður fram yfir páska. Öryggi og heilsa skátanna og foringjanna er fyrir öllu og því verða hvorki skátafundir né úti/innilegur.Skátarnir eru að útbúa verkefni sem þeir munu senda frá sér og frábært er að leysa verkefnin heima ásamt allri fjölskyldunni.Við erum meðvituð um að staðan í samfélaginu getur breyst með stuttum fyrirvara og að ákvarðanir félagsins geta þurft að breytast í samræmi við það. Förum eftir fyrirmælum Almannavarna, þannig gerum við skyldu okkar og hjálpum samfélaginu.Nú er tími til góðverka ⚜️Fyrir hönd stjórnar og foringja Skátafélagsins SkjöldungaHelga Þórey JúlíudóttirFélagsforingi  englishIcelandic society now faces great challenges due to pandemic COVID-19. All formal events planned by Skjöldungar are therefore canceled until after Easter. The safety and health of the Scouts and leaders is everything and therefore Scout meetings, inside and outside camping are canceled. The Scouts are preparing tasks that they will publish and it is great to solve the tasks at home with the whole family.We are aware that the situation can change at short notice and that the decisions may need to change accordingly. Obey the Civil Protection instructions, so we do our duty and help the community.Now is the time for good deeds⚜️On behalf of SkjöldungarHelga Þórey Júlíudóttir  Meðan á samkomubanni stendur munu skátarnir setja inn verkefni sem skemmtilegt er að gera heima eða úti í garði á síðuna http://skatarnir.is/studkvi/.

Skátafundir 2019

Fundartímar á haustönn 2019 eru eftirfarandi: Drekaskátar eru á mánudögum frá 18:00-19:00Fálkaskátar yngri (fædd 2008 og 2009) eru á miðvikudögum frá 18:15-19:45Fálkaskátar eldri (fædd 2007) eru á þriðjudögum frá 18:15-19:45Dróttskátar eru á mánudögum frá 20:00-21:30Rekkaskátar eru á fimmtudögum frá 20:00-22:00 Hægt er að hafa samband við starfsmann Skjöldunga í síma 8216802 mánudaga og fimmtudaga frá 17-20

Starfsáætlun 2019-2020

Starfsáætlun Skjöldunga fyrir skátastarfið 2019 til 2020 er komin á vefinn og má finna hér: http://skjoldungar.is/starfsaaetlun/ Það er skemmtilegt skátaár framundan, frábærir skátafundir og margir magnaðir viðburðir. Það er um að gera að merkja þá í dagatalið strax og undirbúa sig undir frábært skátaár.