­

Útipepp við Hafravatn

Viðburðurinn Útipepp verður haldinn við Hafravatn 13.-15. mars 2020. Ef þú ert dróttskáti með áhuga á útivist og reiðubúinn í smá áskorun og fjör er bara eitt sem þú ert að fara að gera þess helgi. Þú ert að koma á Útipepp við Hafravatn! Á þessum frábæra viðburði lærir þú meðal annars að undirbúa þig fyrir langar göngur að vetrarlagi, skyndihjálp, að gista úti í náttúrunni um vetur og allt sem því fylgir.  Ásamt því stanslausa stuði og ævintýri sem fylgir öllum Peppviðburðum. Þáttökugjald er 5000 kr. (Innifalið er kvöldmatur og hádegismatur á laugardegi og hádegismatur á sunnudegi).  Annan mat þurfa þátttakendur að koma með sjálfir (morgunmat og snarl/kaffitími). Skráning er opin en hún rennur út 11. mars. Athugið að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda svo skráið ykkur sem fyrst en síðast komust færri að en vildu!!! Frekari upplýsingar á facebook viðburði.

Baden Powell 163 ára (+1 dagur)

Í tilefni þess að stofnandi skátahreyfingarinnar, Baden Powell, hefði orðið 163 ára og 1 dags gamall ætla Skjöldungar að hafa skemmtilega dagskrá í og í kringum skátaheimilið okkar. Fjörið verðu í gangi frá 13:00 til 14:30!Allir skátar og fjölskyldur þeirra velkomin! Frekari upplýsingar á facebook: viðburður

Drekaskátadagurinn 2020

Þann 1. mars verður drekaskátadagurinn haldinn í umhverfi skátaheimilis Kópa í Kópavogi.  Allir drekaskátar á landinu fá að taka þátt í honum. Frekari upplýsingar um drekaskátadaginn eru hér.

Innilega drekaskáta

6.- 7. mars ætlar drekaskátasveitin Sporrakkar að gista í skátaheimilinu okkar.  Skráning er hafin á skatar.felog.is!

Skátafundir 2019

Fundartímar á haustönn 2019 eru eftirfarandi: Drekaskátar eru á mánudögum frá 18:00-19:00Fálkaskátar yngri (fædd 2008 og 2009) eru á miðvikudögum frá 18:15-19:45Fálkaskátar eldri (fædd 2007) eru á þriðjudögum frá 18:15-19:45Dróttskátar eru á mánudögum frá 20:00-21:30Rekkaskátar eru á fimmtudögum frá 20:00-22:00 Hægt er að hafa samband við starfsmann Skjöldunga í síma 8216802 mánudaga og fimmtudaga frá 17-20

Starfsáætlun 2019-2020

Starfsáætlun Skjöldunga fyrir skátastarfið 2019 til 2020 er komin á vefinn og má finna hér: http://skjoldungar.is/starfsaaetlun/ Það er skemmtilegt skátaár framundan, frábærir skátafundir og margir magnaðir viðburðir. Það er um að gera að merkja þá í dagatalið strax og undirbúa sig undir frábært skátaár.

Útilífsskóli Skjöldinga sumar 2019

Laugardalurinn er fullur af grænum svæðum og heimavöllur ævintýra og útivistar. Skátafélagið Skjöldungar er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Útilífsskóli Skjöldunga byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og margt fleira. Um er að ræða fimm daga námskeið. Sumarið 2019  Námskeið 1   -   11. - 14. júní.*Námskeið 2   -   18. – 21. júní*Námskeið 3   -  24. – 28. júní Námskeið 4   -8. – 12. júlíNámskeið 5   -15. – 19. júlíNámskeið 6   -22. – 26. júlíNámskeið 7   -   5.- 9. ágúst *: mánudagurinn í þessum námskeiðum er frídagur. Námskeiðin eru því aðeins 4 dagar Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára.Dagskráin stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00.Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.Hvert námskeið eru fimm dagar í senn. Verð: 14.000 kr. Skráning er hafin hér: https://skatar.felog.is/

Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2016 – SKRÁNING HAFIN!

Búið er að opna fyrir skráningu á Vetrarmót Reykjavíkurskáta sem haldið verður að Úlfljótsvatni 29.-31.janúar. Vetrarmótið var fyrst haldið í fyrra og tókst afar vel til, tryggðu þér koju tímanlega og skráðu þig. Vetrarmótið er fyrir fálkaskáta og eldri. Kostnaður við Vetrarmótið (4000,-) er innifalið í  árgjaldinu þannig að þessu tækifæri má engin sleppa. Skráning fer fram hér! Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skátasambands Reykjavíkur og á facebook-síðu Vetrarmótsins.

Kynningardagur Skjöldunga

Skátafélagið Skjöldungar halda kynningardag á skátastarfinu miðvikudaginn 9.september kl 17:00-18:30 Kynningin verður í skátaheimilinu Sólheimum 21a og er hún fyrir börn fædd 2007-2000 Sjáumst hress á miðvikudaginn :) Skjöldungar