­

Heimkoma úr afmælisútilegu

Áætluð heimkoma úr afmælisútilegunni verður á morgun sunnudag milli 14:30 og 15:00. Verði einhver breyting á ferðaáætluninni, þá má fylgjast með því hér.   Kveðja Skjöldungar

Afmæliskvöldvaka í kvöld kl 19:00

Afmæliskvöldvaka Skjöldunga verður haldi í skátaheimilinu í kvöld kl 19:00. Hefðbundnir fundir hjá Drekaskátum og Fálkaskátum falla niður í dag, en þess í stað mæta alllir á kvöldvökuna. Foreldrar velkomnir. Skjöldungar.

Afmælisútilega Skjöldunga

Afmælisútilega Skjöldunga verður haldin 10.-12.október í Skátafelli í Skorradal. Hérna má nálgast nánari upplýsingar um ferðina og einnig skráningu en eingöngu skráðir skátar sem greitt hafa árgjaldið eiga kost á að fara. Frekari upplýsingar veitir starfsmaður í síma 8216802 og skjoldungar@skjoldungar.is

Foringjaferð Skjöldunga

Skjöldungar fóru í foringjaferð helgina 12-14 september og nýttum við tækifærið og fengum leiðbeinendurna Gísla og Ingu til að koma til okkar með námskeið varðandi upptöku á flokkakerfinu en flokkakerfið hefur ekki verið iðkað í all-mörg ár innan okkar raða en við Skjöldungar stefnum á upptöku þess innan tíðar. Í upphafi ferðar var farið í Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum og þaðan yfir á Úlfjótsvatn þar sem við fengum síðbúinn kvöldverð og fórum í bogfimi. Eftir miðnættið var svo komið á Apavatn þar sem við áttum frábæra helgi saman við leik og störf. Hérna má sjá myndir og myndbönd úr ferðinni.

Ný heimasíða Skjöldunga

Skjöldungar hafa nú flutt heimasíðu sína yfir til 1984.is og tekið einnig upp sama viðmót og t.d. www.skatarnir.is.

Komdu í skátana

Skátarnir ræsa vetrarstarfið: Vinátta, gleði og sjálfsöryggi Vetrardagskrá skátanna er að hefjast í skátafélögum um allt land og er auðvelt fyrir börn og ungmenni að byrja í skátunum.  Á nýjum vef – skatarnir.is – velja áhugasamir einfaldlega það skátafélag sem hentar og þeir vilja starfa með og skrá sig. Næstu daga á eftir verður haft samband við þá með nánari upplýsingar.  Víða eru skátafélög með opið hús og kynningar á skátastarfinu og þar er gott að líta við. Þá er Skátamiðstöðin í Hraunbæ opin alla daga og veitir aðstoð og nánari upplýsingar, síminn er 550-9800. Skátastarf er fyrir alla. Starfinu er aldursskipt til að mæta þörfum ólíkra aldursstiga og það er hægt að byrja á hvaða aldri sem er í skátunum. Skátarnir starfa í jafningja- og jafnaldrahópum, skipa sér í flokka þar sem allir eru virkir þátttakendur. Boðið er upp á reglubundið starf fyrir börn og unglinga frá 7 ára aldri. Hvað gerir maður í skátunum? Þegar skátar eru spurðir um hvað þeir geri í skátunum eru svörin fjölbreytt eins og gefur að skilja, en flestir nefna vináttu, „gera alls konar skemmtilegt saman“, spennandi útilegur, skátamót hér heima og erlendis.  Fyrir utan þann mikla ávinning að eignast góða vini nefna sumir að þeir hafi náð að losa sig við feimnina , hvort sem það var á stórri kvöldvöku eða í umræðu í skátaflokkunum.   Virkni og þátttaka eru galdurinn í skátastarfi. Það eru skátarnir sjálfir sem ákveða hvað þeir vilja fást við, hvort þeir fari í útilegur og ferðalög, syngi eða  spili tónlist, klífi fjöll, leiki leikrit eða sigli á kajökum, tálgi, dansi eða byggi snjóhús. Aðalatriðið er að þeir skipuleggja sitt eigið starf sem byggir á gildum skátanna.   Skátarnir læra að sýna  sjálfum [...]

Innritun haust 2014

Skráning er þegar hafin fyrir starfsárið 2014-2015 og er árgjaldið 32.000.- eða 16.000.- fyrir hvora önn. Foreldrar eða forráðamenn eru eindregið hvattir til að nýta skráningarformið sem má nálgast hérna... Annars hefst starfið af fullum krafti mánudaginn 1. september. Skjöldungar

Félagsútilega í október

Hér er dæmi um frétt um félagsútilegu. Þessi frétt er látin birtast á forsíðunni ásamt tveimur öðrum fréttum til að draga fram það sem er helst á döfinni hjá skátafélaginu. Einfalt er að stilla hvernig þetta birtist og getum við valið um að hafa eina stóra frétt fyrst og svo smærri í dálkum fyrir neðan, láta fréttirnar birtast í tveimur eða fleiri dálkum eða í rauninni nánast eins og hentar hverjum og einum, hverju sinni. Ekki þarf að hafa neina forritunarþekkingu - þetta er afar aðgengilegt fyrir alla að nota.