­

Stórleikur Skjöldunga

Þar sem í skátastarfi Skjöldunga blandast saman krakkar úr allt að 5 skólum og við förum yfir fjöldatakmörk í nokkrum aldursbilum hafa stjórn og foringjar ákveðið að fresta hefðbundnu fundastarfi áfram út þessa önn. Í staðinn eru foringjarnir okkar búnir að búa til Stórleik Skjöldunga sem allir geta tekið þátt í og unnið sér inn sérstaklega flott merki. Stórleikurinn samanstendur af fjórum verkefnum sem er tilvalið að klára á fjórum vikum. Upplýsingar um þennan stórleik má finna í viðhengi og til þess að taka þátt má gerast meðlimur í hópnum „Stórleikur Skjöldunga“ sem má finna í gegnum þennan hlekk: https://www.facebook.com/groups/storleikur Við hvetjum skáta jafnt sem foreldra, systkini og alla aðra til að taka þátt í þessu með okkur.

Starfsáætlun 2019-2020

Starfsáætlun Skjöldunga fyrir skátastarfið 2019 til 2020 er komin á vefinn og má finna hér: http://skjoldungar.is/starfsaaetlun/ Það er skemmtilegt skátaár framundan, frábærir skátafundir og margir magnaðir viðburðir. Það er um að gera að merkja þá í dagatalið strax og undirbúa sig undir frábært skátaár.

Útilífsskóli Skjöldinga sumar 2019

Laugardalurinn er fullur af grænum svæðum og heimavöllur ævintýra og útivistar. Skátafélagið Skjöldungar er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Útilífsskóli Skjöldunga byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og margt fleira. Um er að ræða fimm daga námskeið. Sumarið 2019  Námskeið 1   -   11. - 14. júní.*Námskeið 2   -   18. – 21. júní*Námskeið 3   -  24. – 28. júní Námskeið 4   -8. – 12. júlíNámskeið 5   -15. – 19. júlíNámskeið 6   -22. – 26. júlíNámskeið 7   -   5.- 9. ágúst *: mánudagurinn í þessum námskeiðum er frídagur. Námskeiðin eru því aðeins 4 dagar Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára.Dagskráin stendur yfir frá kl. 9:00 til 16:00.Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.Hvert námskeið eru fimm dagar í senn. Verð: 14.000 kr. Skráning er hafin hér: https://skatar.felog.is/

Vetrarstarf hefst 7.september 2018- skráning er hafin

Vetrarstarf Skjöldunga hefst frá og með 7.september næstkomandi.  Við hlökkum til þess að hefja frábæran vetur. Drekaskátar (7-9 ára): mánudagar kl. 17-18 Fákaskátar (10-12 ára): mánudagar kl.19-20 Dróttskátar (13-15 ára): fimmtudagar kl.20-22 Nú stendur yfir skráning í skátana og viljum við hvetja foreldra og forráðamenn til að skrá börn sín sem fyrst. Ef eitthvað er óljóst eða óskað er eftir aðstoð, er auðvitað hægt að hafa samband við gegnum skjoldungar(hjá)skjoldungar.is eða á Facebook. Helstu dagsetningar og viðburði vetrarins má sjá hér: http://skjoldungar.is/starfsaaetlun/ Hérna er hlekkur inná skráningarformið: https://skatar.felog.is Skátakveðja Skjöldungar

Komdu og kynntu þér skátana

Miðvikudaginn 9.sept. kl 17:00 að Sólheimum 21a