Vetrarmót Reykjavíkurskáta 2015
Vetrarmót Reykjavíkurskáta verður haldið að Úlfljótsvatni 16.-18.janúar og verður farið frá Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 á föstudagskvöldinu kl 20:00 stundvíslega. Vetrarmótið er fyrir fálkaskáta og eldri (ekki drekaskáta) og er nú haldið í fyrsta skipti en ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði. Engu hefur verið til sparað og verður þetta með glæsilegasta móti, en það kostar aðeins 4000,- á þetta skátamót. Helstu upplýsingar má finna hér. Skráning fer fram hér.