…var haldinn þriðjudaginn 8.mars.  Fundurinn var með afar hefðbundnu sniði þar sem félagsforingi fór yfir ársskýrslu stjórnar og gjaldkeri fór yfir ársreikning félagsins.

Smávægilegar breytingar voru gerðar á stjórn félagsins, en Haraldur Jónsson hefur síðustu ár gegnt stöðu fulltrúa foringja í stjórn en þar sem Haraldur starfar ekki lengur sem sveitarforingi var sú tillaga Sveinbjörns Lárussonar sem var jafnframt fundarstjóri, að Haraldur tæki sæti í stjórn félagssins, samþykkt einróma.

Brynhildur Ingibjörg Hauksdóttir sem sinnir nú störfum deildarforingja, bíður því það verkefni með sveitarforingjum, að finna nýjan fulltrúa foringja til að sitja stjórnarfundi en þess má vænta að Þórey Lovísa verði valin af sínum jafningjum.

Stjórnina skipa því:
Guðmundur Þór Pétursson félagsforingi
Magnús Daníel Karlsson gjaldkeri og aðst.fél.for.
Valgerður Halldórsdóttir aðst.fél.for.
Brynhildur Ingibjörg Hauksdóttir deildarforingi og aðst.fél.for.
Páll Viggósson aðst.fél.for.
Haraldur Jónsson aðst.fél.for.
(með fyrirvara: Þórey Lovísa)

Páll var ekki viðstaddur fundinn en engu síður náðist mynd af allri stjórninni.